Forræðishyggja er skaðleg.

Forræðishyggja hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár.

Oftast er talað um þetta í samhengi nýrra laga og reglugerða. Við sem erum foreldrar þekkjum þetta, því að við erum sífellt að vara börnin okkar við.

“Passaðu þig á svellinu, það er hált, þú dettur og meiðir þig!” Barnið fer ekki út á svellið og kannski fermist það án þess að hafa nokkru sinni dottið á svelli. Það eina sem barnið veit er að það er vont að detta, annars veit það ekki hvað “detta” er.

Semsé, barnið þekkir umbúðirnar en ekki innihaldið. Þetta er meira vandamál en margir gera sér grein fyrir, þ.e.a.s. forræðishyggjan. Hún er að skemma heilu kynslóðina.

Foreldrar í dag, eru ákveðnir í að veita börnum sínum allt það besta sem þeim var ekki veitt í æsku, þeir ætla líka að vera með í öllum áhugamálum barnanna, mæta á fótboltaleiki, fimleikaæfingar og reyna að verða vinir barnanna og vina þeirra. Síðan eru foreldrarnir svo stoltir með barnið sitt af því að það skoraði í fótboltaleiknum að auðvitað þarf að verðlauna fyrir slíkt.

Börn í dag eru sífellt að fá verðlaun fyrir hluti sem í raun á ekki að verðlauna fyrir. Hrós, er nefnilega alveg nóg oft á tíðum. Frændi minn var t.a.m. á fótboltamóti og lið hans hafnaði í 5 sæti á mótinu. Það var fínn árangur í sjálfu sér. En eftir mótið var alveg tilefni til að setja nýtt markmið að ári, hafna í 3-4 sæti næst og gera aðeins betur. En nei, frændi minn kom rosalega ánægður með lífið, því að hann fékk líka gullpening eins og allir á mótinu. Sigurvegararnir fengu ekkert meira.

Ég vil ekki virka harðbrjósta, en er lífið svona eins og þetta mót? Þurfum við ekki að láta börnin okkar takast á við hluti eins og höfnun, metnað, eigin ábyrgð og eigin markmið. Lífið er svo miklu óréttlátara en Pollamót í fótbolta.

Þó svo að lífið sé leikur, þá er munurinn á þeim leik og knattspyrnuleik sá að fimmta sætið fer ekki heim með verðlaun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Og því meira sem börnin eru verðlaunuð.... fyrir ekki neitt, verða þau meira svona

Eva Þorsteinsdóttir, 14.6.2007 kl. 21:09

2 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Margt til í þessu hjá þér. En ég hlít að setja spurningmerki við athugasemd þín varðandi pollamótið, því markmið slíkra móta er ekki að ala upp afreksmenn í íþróttinni, heldur er verið að leggja áherslu á fótbolta sem skemmtun.  Heimurinn ferst ekki þó þú verðir ekki í fyrsta sæti, og ekki heldur þó þú verðir í síðasta sæti. Ég held að keppnin og kappið í boltanum byrji alveg nógu snemma, þó við séum ekki að færa það inní yngstu flokkana. Þetta er ástæðan fyrir því að margir krakkar finna sig ekki í íþróttastarfinu, því það eiga allir að komast í þennan fámenna afreksflokk, og ef þú ert ekki í þeim hópi, nú þá getur þú bara átt þig.  Svo er fólk hissa á að krakkar nenni ekki að hreyfa sig og hætti í íþróttum á unglingsárunum.

Guðmundur Örn Jónsson, 15.6.2007 kl. 09:38

3 Smámynd: Simmi V

Já, ég skil þig Guðmundur. Ég er ekki að tala um að áhersla þjálfara eigi að vera afreksmannastefna. Heldur einmitt að byggja á samvinnu og spila sem heild. En það að setja samansem merki milli þess að vera í 5 sæti og í því fyrsta finnst mér ekki rétt.

Ef við viljum fá hreyfingu með börnin okkar án samkeppnis þá er Heiðmörk frábær útivistarstaður þar sem ég fer með börnin mín í útivist. Ég er ekki að segja að við eigum að þjálfa upp atvinnumenn, við eigum að ala upp persónur sem að eru fær í að taka sigrum og töpum.

Reyndar eru frjálsaríþróttir lang bestar fyrir börn, allir fá að spreyta sig á sínum forsendum.

Simmi V, 15.6.2007 kl. 11:11

4 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Sammála þér varðandi frjálsar íþróttir.  Ég var að velta því fyrir mér hvort við hefðum einhverntíman mæst á frjálsíþróttamótum?  Til gamans má geta þess að Unnar, bróðir þinn, þjálfaði mig undir lok "ferilsins" hjá mér. Skilaðu endilega kveðjum til hans frá mér.

Guðmundur Örn Jónsson, 15.6.2007 kl. 20:30

5 Smámynd: Simmi V

Sæll Guðmundur,

Unnar hefur þá eflaust þjálfað þið á Laugum eða í Varmahlíð (Suðárkróki).

En ef þú varst í Kúlu eða Spjóti, þá höfum við eflaust tekist einhvern tímann á. ;)

Ég var lítið fyrir að hlaupa mikið eða hoppa. hehe 

Simmi V, 21.6.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband