Hvernig verða elliheimili framtíðarinnar?

Ég hef oft og lengi velt því fyrir mér hvernig mín efri ár verða. Það er ekki gefið að maður verði við góða heilsu en ég ætla að gefa mér það að ég haldi meðal góðri heilsu.

Okkar fólk á Elliheimilum í dag var alið upp við mun krappari kjör en í nútímanum. Það kunni sér hóf í mörgu og var sjálfum sér nægt í mun meiri mæli en tíðkast nú á dögum. Þetta er auðvitað gott mál fyrir Ríkið, því að aðbúnaðurinn þarf ekki að vera mikill né heldur eitthvað sérstaklega kostnaðarsamur. Amma mín er kampakát með að komast á spilakvöld einu sinni í viku og það þarf ekki nema einn spilastokk á hverja fjóra til að afgreiða það mál.

En hvernig verða Elliheimilin í framtíðinni? Það er alveg útilokað að ætla einungis að bjóða uppá RÚV, Gísla Martein og Spaugstofuna í opnu 50 manna sjónvarpsherbergi. Kröfurnar verða einfaldlega meiri.

Ég sé fyrir mér alla hafa 42” plasma sjónvarp inná hverju herbergi og það með Stöð2, Sýn, Fjölvarpinu og allri þeirri flóru sjónvarpsstöðva sem þá verða í boði. Bridge kvöldin sem núna eru stunduð verða felld niður fyrir Playstation linka kvöld, þar sem gömlu karlarnir keppa við hvorn annan í Gran Turismo og konurnar metast í Sims.

Harmonikku- og vísnakvöldin verða úreld og við taka Thecnokvöld þar sem DJ Göngugrind og DJ Beinþynning þeyta skífum. Matarbakkarnir með Skyrhrærunni, rúgbrauðinu og lifrakæfunni verða ekki á boðstólnum, heldur tvöfaldur burger með frönskum, sósu og ½ lítra kók.

Heilsugöngur og sundtímar víkja fyrir ljósatímum og trimmformstímum. Útlit gamla fólksins verður nánast það sama og starfsfólksins sökum lýtalækninga, og það sem kemur upp um þau er hreyfigetan og líkamsstaðan.

Þátt fyrir að sofa í amerískum king size heilsurúmum.

Orðalag eldriborgara framtíðarinnar er síðan efni í aðra grein.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Þvílík snilldarpæling hjá þér Simmi - þetta er svona ástand sem maður hefur algjörlega sleppt að pæla í.  Við "poppararnir" verðum á DAT - Dvalarheimili Aldrarðara Tónlistarmanna...... Þar verður stofnuð hljómsveit á hverjum degi - því meðlimirnir hafa gleymt hverjir voru í bandinu í gær........  Svo verða skrifaðir textar - hægri, vinstri.........  Stanslaust stuð - að eiflífu!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 13.6.2007 kl. 08:35

2 identicon

Sæll Simmi

Gaman að þú ert farinn að blogga, hafði gaman af pistlunum í Austurlandinu meðan það var og hét.

Já hún er skemmtileg pælingin með elliheimilin. Ég var einmitt að velta því fyrir mér um daginn hvernig þetta yrði þegar börnin okkar færu á elliheimili. Ég sé fyrir mér að þá verði komnar svona eldriborgaranýlendur, jafnvel í Karabískahafinu. Þetta væru sjálfstæð ríki sem stjórnað væri af eldriborgunum sjálfum og þar ríktu lög og reslum sem hentuðu þeirra lífsmáta. Allir keyrðu um á flottum blæjubílum og matsalirnir og félagsmiðstöðvarnar væru svona fansí klúbbar eins og við sjáum stundnum í bíómyndunum.

Það væri nú gaman að geta sagt börnunum sínum að þetta biði þeirra í ellinni :)

Kveðja að austan!

Sigrún Jóna Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 09:31

3 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Elliheimilin verða svona, eða þetta er allavega sá kostur sem ég ætla að velja.  http://sigrunsveito.blog.is/users/ee/sigrunsveito/files/elliheimilisplass.pps

Aðalheiður Ámundadóttir, 16.6.2007 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband