Tíminn er peningar...!

Við erum á hverjum degi í kapp við tímann.

Hvort sem það er hraðvirkari helluborð, 2 mínútna hrísgrjón eða megrunarlyf sem virkar á meðan þú sefur.

Við erum sífellt að leita leiða til að einfalda hluti til þess að við getum notið lífsins betur. En hvað er lífið? Erum við ekki bara að eyða öllum okkar tíma í að gera allt þægilegra án þess að njóta þess?

Í sólarhringnum eru 24 tímar og því breytum við aldrei. Ekki einu sinni í nefnd. Við erum öll að hamast við að finna leiðir til þess að nýta hverja mínútu til að hafa fleiri mínútur til að nýta í annað.

Það kostar 13 tíma vinnu  að kaupa hrísgrjónapott sem einfaldar ferlið við að sjóða hrísgrjón, sem gerir okkur kleyft að nýta tímann í að skera grænmeti og steikja kjúklingabringur, án þess að hafa áhyggjur af því að Hrísgrjónin brenni við. Við völdum kjúklingabringur fram yfir heilan kjúkling af því að það tekur lengri tíma að elda heilan kjúkling. Bringurnar eru reyndar töluvert dýrari, þannig að við þurftum að vinna einn aukavinnu tíma fyrir þeim mismun. En það er í lagi, af því að við erum svo snögg að elda svona mat, við gátum því alveg unnið aðeins lengur.

Með því að horfa á fréttirnar á litla 20” plasma sjónvarpinu í eldhúsinu sem kostaði fjórtán daga kaup, á meðan við borðum, þá spörum við  30 mínútur. Síðan tökum við leirtauið og skellum því í uppþvottavélina, sem að kostaði tuttugu daga kaup, og náum að spara okkur amk. 40 mínútur í viðbót.

Nú þar sem að við erum svona dugleg í vinnu og náðum að spara okkur þennan tíma þá getum við fengið barnapíu og farið í tíu bíó. Enda eigum við það skilið. Það kostar ekki nema þriggja tíma vinnu sem að við náum að vinna upp um helgina því um helgar þá pöntum við alltaf heimsendan mat eða borðum í Ikea og spörum þannig rafmagn og tíma. Það er svo mikilvægt að eiga gæða tíma með börnunum. Þau hafa líka svo gaman af því að fara í Ikea og leika sér í boltalandi. Enda var allt að 70% afsláttur af völdum vörum. Við erum alltaf að spara.

Ég las einu sinni í bók: “tíminn er peningar”. Þess vegna er ég hættur að eyða tíma í lestur bóka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Anna

Góður punktur með tímasparnaðinn. En með góðum vilja er hægt að gera alla hluti skemmtilega. T.d. er ekki uppþvottavél á mínu heimili þar sem við hjálpumst að og spjöllum saman á meðan við vöskum upp. Það er tími sem ég mundi ekki vilja fórna í að vinna aukavinnu fyrir uppþvottavél.

Ólöf Anna , 18.6.2007 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband