Er ég karlremba?

Ég er ekki karlremba, eða mér finnst það alla vega ekki.

Ég elska og virði konuna mína, móður mína, tengdamóður og ömmu. Ég ber virðingu fyrir samstarfskonum mínum og konum almennt. Mér finnst að starfsmenn (konur og karlar) eigi að fá sömu laun fyrir sömu störf svo framalega sem að þeir skili báðir sama tímafjölda eða skili jafnmiklu af sér í hverjum mánuði.

Semsagt, það skiptir mig engu máli hvort starfsmaður pissi sitjandi eða standandi. Starfsmaður er starfsmaður og fyrir mér kynlaus vera sem starfsmaður.

Ég er semsé búinn að færa rök fyrir því  að ég telji mig ekki karlrembu. Að þessu sögðu þá finnst mér pirrandi að hlusta á að það vanti fleiri konur á þing eða fleiri kvenkyns ráðherra! Mér finnst að líta beri á þingmenn og ráðherra sem kynlausar verur sem ber að kjósa fyrir þá hugsjón og þeim áhuga sem viðkomandi hefur á samfélagslegum málefnum, hvort sem viðkomandi pissar sitjandi eða standandi.

En það er oft eins og karlmenn megi ekki hafa neikvæðar skoðanir á konum. Þeir hinu sömu eiga það á hættu að verða fyrirvaralaust stimplaðir karlrembur.

Stundum finnst mér kona glæsileg og stundum drusluleg, stundum finnst mér kona virka heimsk, önnur greind. Alveg eins og mér finnst sumir karlmenn glæsilegir og aðrir druslulegir, sumir heimskir, aðrir greindir. Eitt eigum við öll sameignlegt, við erum öll einstaklingar og verðum alltaf dæmdir sem slíkir. Alveg er ég samt viss um að einhver lesi þessa grein og hugsi með sér, “hann segist ekki vera karlremba, en samt er hægt að lesa kvenn-fyrirlítningu á milli línanna í þessari grein!”. Nei, það er ekkert á milli línanna.

Eitt má ég þó til með að gagnrýna. Dömubindi. Af hverju voru dömubindi kölluð “bindi”. Þetta er heilagasta spariklæði okkar karlmanna. Dömubindi og herrabindi eru eins ólík og hugsast getur. Er dömubleyja alveg off?

Til hamingju með daginn Konur.

 

p.s. ég á karlkyns vin sem pissar alltaf sitjandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil alveg nákvæmlega hvert þú ert að fara með þessari færslu Simmi.
Ég vil nákvæmlega sömu réttindi og laun fyrir bæði kyn og hugsa að LANG flestir vilji það líka.
Kynjakvótar er eitthvað sem ég barasta skil ekki, hér þarf bara að breyta hugarfari einstaka manna í þessum málum.

Svo langar mig að benda þér á http://www.pmate.co.uk/ sem gerir öllum kleyft að pissa standandi.

það kemur fyrir að ég pissa sitjandi ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 13:07

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Og sumar konur vilja endilega pissa standandi....... voðalega er heimurinn orðinn ruglingslegur!

Eva Þorsteinsdóttir, 19.6.2007 kl. 15:53

3 identicon

Hæ Simmi, long time no see or hear....

Ég var sammála þér þangað til ég komst í könnun sem ESB gerði á kyni toppstjórnenda innan ESB. Niðurstöðurnar eru fáránlegar og alls ekki okkur konum í vil. Getur verið að karlar séu bara greindari og betri í að koma sér á framfæri en konur þrátt fyrir að konur séu í meirihluta í útskriftarhópum háskólanna í hinum vestræna heimi? Einhvern veginn efast ég um það. Held að þetta sé meira spurning um venjur og norm. Jói er frekar ráðinn heldur en Jóna því hann passar betur inn í karlakúlturinn sem ríkir í yfirstjórninni - golf-ferðirnar og fótboltaleikirnir og svona. Eina landið í fyrrnefndri könnun sem náði upp í 30% var Noregur - en það er líka eina landið sem er með kynjakvóta.

Þetta varð mér svo mikið hjartans mál að ég er núna að skrifa mastersritgerð um þetta. Sendi hana á þig þegar hún er tilbúin - getur örugglega notað kaflann um reglugerðir ESB varðandi jafnrétti sem svefnmeðal ef þú átt erfitt með svefn

Guðný Helga Herbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 16:12

4 identicon

Já, einmitt Guðný.  Þegar starfsmaður er ráðinn er hugsað hvort að hann hafi ekki örugglega áhuga á fótbolta og spili golf en ekkert pælt í hversu hæfur hann er til að sinna starfinu. Kommon!

 Og hvernig er það með typpalausu einstaklingana, geta þær ekki spilað golf eða horft á boltaíþróttir ?

Gunnar (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 17:00

5 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Kærastan mín fer oftar að horfa á bolta en ég.

En ég er hjartanlega sammála að ráðherrar eiga að vera séð sem kynlausar verur (þannig séð). Málefnin eiga að tala. Afastaða til mála og gjörðir þingmanna.

Það er orðið pirrandi að það að vera kona er stór hluti af því að vera kona.Nákvæmlega hve mörg málefni á þingi eru svo kynbundin að það sé dauðnauðsynlegt að hafa jafnan kynjakvóta. Hver er svo að segja að konur fái ekki æði fyrir pólitík eftir 5 ár og taki meirhluta á þingi, fínt. Svo fremi sem áhugi og þáttaka er ástæðan. Ekki bara að koma fleiri konum á þing. Slíkt er rugl. Hver hugsar um örvhenta, heyrnarlausa, öryrkja, fatlaða.... ? Ef þingið á að vera nákvæm sneiðmynd af landinu, þá er kynjakvóti síst mikilvægur. Ef að raunverulegt kvótakerfi á þingsætin væri sett, kyn, öryrkja, starfstétt.. þá væri nóg að komast í pólitík ef að maður væri samkynhneigður,örvhentur,öryrki. Allavega lítil samkeppni fyrir þá sneiðmynd af þjóðfélaginu. Kvótar til að ráða fólk er rugl.

Sigurður Jökulsson, 20.6.2007 kl. 00:48

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Bleyja er algjörlega out sem nýtt orð á dömubindi. Svona af virðingu fyrir konu þinni, móður, tengdamóður og ömmu.... væri þá ekki ráð að dæma þær ekki sem bleyjulinga meirihluta ævinnar? Ef þú vilt skipta um orð - endilega finndu eitthvað sem hljómar ekki karlrembulega  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.6.2007 kl. 00:53

7 Smámynd: Guðný Helga Herbertsdóttir

Þetta er ekki spurning um að ráða konur bara útaf því að þær pissi sitjandi. Kona yrði aldrei ráðin skv kynjakvóta ef maðurinn væri hæfari.

Gunnar, ég átti ekki við að hvaða karlmaður sem er gæti fengið starfið bara ef hann hefði áhuga á boltaíþróttum. Það er sannað mál að ef það ríkir "karlakúltúr" á vinnustað - oftast yfirstjórn - og 2 jafn hæfir einstaklingar sækja um - þá er karlinn frekar ráðinn.

Guðný Helga Herbertsdóttir, 20.6.2007 kl. 07:12

8 identicon

Ja hérna. Enn er maður að lesa á bloggsíðum þær staðreyndir að karlar séu frekar ráðnir en konur í stjórnunarstöður eða bara í hvaða stöðu sem er innan fyrirtækja ef út í meira er farið. Ástæða? jú af því hann hefur meiri áhuga á fótbolta, bjórþambi eða meira að segja gólfi.

 Allt er greinilega til en það er öllum ljóst að þetta er tómt rugl.

Ef eigendur fyrirtækja er annt um hag fyrirtækisins og vill sjá það stækka og vera mjög arðbært fyrirtæki þá velur hann að sjálfsögðu hæfasta umsækjandann í stöður innan þess hverju sinni. Það segir sig sjálft að hæfari einstaklingar skili betri vinnu og meira til fyrirtækisins. Eigandinn getur auðvitað ráðið einhverja fótbolta félaga og bjórvini í eina tvær stöður en alls ekki í allar ef hann vill að fyrirtækið skili miklu af sér fyrir hann í formi verðmæta.

Ef eigandinn hinsvegar hefur engann sérstakann metnað fyrir því að skapa mikil verðmæti með fyrirtæki sínu, hvorki fyrir sig né aðra og rekur það bara svona til að hafa rétt ofan í sig og á! Má hann það þá ekki bara í friði fyrir femínistum og öðrum öfgahópum? Má hann þá sem eigandi fyrirtækisins bara ráða fólk sem honum líkar sérstaklega við, getur talað um fótbolta við allan daginn, vill drekka með honum bjór í baðstofunni í laugum, eða farið í gólf öllum stundum þegar eigandanum henntar? Á eigandinn ekki fyrirtkið og má hann því ekki reka það eins og honum einum sýnist án afskipta ríkisvaldsins eða femínista?  Maður þorir ekki annað en að spyrja hina háheilugu femínista sem lesa þessa síðu!

Haukur Örn Davíðsson (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 11:48

9 identicon

Ef eigandinn er ríki eða borg þarf sérstaklega að huga að velgengni, verðmæti og tilgangi starfseminnar. Hafa hæfa einstaklinga - konur og karla saman í jöfnu hlutfalli - vera til fyrirmyndar. Það myndi borga sig þúsundfallt.

Edda Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 01:01

10 identicon

PÆLING:

Samfylkingin telur sjálfan sig jafnréttissinnaðan stórnmálaflokk. Á ársþingi þeirra var samþykkt að þeir muni skipta ráðherraembætum jafnt á milli kynja séu þeir í stórn. Ég spyr í fyrsta lagi er þetta lýðræðislegt? Og í annan stað (eins og mætur f.v. forustumaður sama flokks orðaði það gjarnan) er það jafnrétti?

Prófkjör voru haldin í flestum, ef ekki öllum, kjördæmum landsins fyrir alþingiskostningarnar. Þátttaka á höfuðborgarsvæðinu var góð. Lýðræðisleg niðurstaða fékkst hvernig flokksmenn meta þá fulltrúa sem voru í boði - hverjum þeir treysta best. Ráðherralistinn endurspeglar skoðanir flokksmanna afar illa. Það finnst mér ólýþræðislegt.

Er jafnréttishugtakið, í sinni upprunalegu mynd, ekki um að menn (konur eru líka menn) skulu sitja við sama borð óháð t.d. kynþætti, trúarbrögðum og kynferðis? Þingflokkur Samfylkingarinnar telur 18 þingmenn ef ég mann rétt og karlar eru í miklum meirihluta - eru 12 á móti 6 ef mig misminnir ekki. Svo koma 6 ráðherraembætti í hlut Samfylkingarinnar og þeim er skipt þannig að 3 fara til þessara tólf kalla og 3 til sex kvenna (kunna menn ekki hlutfallsreikning)?. Er þetta JAFN-rétti?

Þórunn Sveinbjarnardóttir rétt lenti í 3. sæti í prófkjöri samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi. Það var karl sem vann prófkjörið að nafni Gunnar Svavarsson. Höfum í huga að meirihluti kjósenda Samfylkingarinnar eru konur. Ekki er hlustað á vilja flokksmanna sem endurspeglaðist í prófkjörinu, heldur er Þórunn gerð að ráðherra. Ég finn verulega til með kynbróður mínum í þessu máli, og það þó svo að hann sé í Samfylkingunni.

Aðferðir Samfylkingarinnar er jafnréttishugtakið á haus og afsprengi umræðunnar um kynjajafnrétti sem oft á tíðum er mótsagnakennt.

Hjalli (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 21:56

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tek undir orð Guðnýjar Helgu, það er kúltúrinn á vinnustaðnum sem skiptir mestu máli í þessu sambandi. Er sjálf ekki hlynnt kynjakvóta, hæfasta fólkið á einfaldlega að ráðst í hvert starf hverju sinni.

Sumir vinnustaðir eru hreint ótrúlega  einsleitir, starfsmenn bera brag af hver öðrum. Kúltur staðarins mótar auðvitað að einhverju leyti þá sem þar starfa og fólk aðlagar sig honum þegar það hefur hafið störf þar.

Það er hinsvegar þekkt fyrirbæri sem rannsóknir í mannauðsstjórnun hafa sýnt fram á að einhverju marki vilja stjórnendur  ráða til sín fólk sem stjórnandinn samsamar sig við, í skoðunum í karakter, í viðhorfum, í fjöskylduaðstæðum o fl. Stjórnandinn þekkir sjálfan sig best og veit við hverju er að búast og hverju má ætlast til að slíkum einstaklingi. Líður einfaldlega best með það að starfa með slíku fólki. 

Þetta getur ósjálfrátt án þess endilega að stjórnandinn geri sér grein fyrir því haft áhrif á hvern hann velur til starfans.

Þetta getur orsakað að samkeppnishæfni stjórnunarteymisins minnkar því heilbringð og uppbyggileg breidd og fjölbreytni hópsins gerir hópinn sterkari til að meta áhrif markaðarins o fl frá sem flestum sjórarhornum. 

Marta B Helgadóttir, 25.6.2007 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband