Ég snobbaður vinnualki, uppfullur af minnimáttarkennd?!

Ég hef alltaf haft gaman af stjörnuspám. Sennilega af því að ég hef gaman af því að ögra sjálfum mér með því að láta stjörnuspánna segja mér fyrir verkum. Hingað til hafa þetta verið saklausar lýsingar á því sem gæti komið fyrir mig. Í þetta skiptið, þá var bláköldum sannleikanum slegið framan í mig eins og blautri tusku.  Steingeitin

Steingeit (21. desember - 20. janúar): Þú ert stífur og vansæll vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf að skipta þér af öðrum og segja þeim að gera það sem þú getur ekki gert sjálfur. Þú ert snobbaður og þráir stöðutákn, enda með minnimáttarkennd sem þú heldur að hægt sé að breiða yfir með titlum og merkjavöru.

Ég vil breyta aðeins orðalaginu í þessum texta, sá sem samdi þetta var á réttri leið en klárlega hafði ekki rétta orðaforðann í að gera þetta rétt! Svona hefði ég viljað orða þetta:

 "Þú ert ákveðinn og samviskusamur starfsmaður, skipulagður og formfastur, alltaf tilbúinn til að hjálpa öðrum þó svo að aðstæður þínar leyfa það ekki. Þú ert lífskúnstner og þyrstir í velgengni, enda lífsköllun þín að stefna á toppinn og ert tilbúinn að leika lífsleikinn til fulls".

 Semsagt, fín stjörnuspá og alveg nákvæm lýsing á mér (eða kannski eins og ég vil hafa hana!).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Anna

Haha Störnuspá er bara afþreying og um að gera að túlka hana bara eins og manni henntar í hvert og hvert skipti. Ég nota til dæmis setninguna "ég er vog við þurfum tíma til að hvíla okkur" alveg óspart þegar ég er löt. Las það einhverstaðar að vogir væru góðar í tarnavinnu. En þurfa að hvíla sig á milli tarna. Hver klst hjá mér er törn.

Ólöf Anna , 8.6.2007 kl. 12:59

2 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Gott að þú leiðréttir þetta varðandi okkur steingeiturnar...alveg greinlegt að þetta var spurning um orðaforðann.....

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 12.6.2007 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband