Nöfnin skipta máli.

Yasmin pillan hefur aldeilis verið í umræðunni. Það hlýtur að vera bögg fyrir Yasmine Olsson. "Það eru margir á Íslandi búnir að vera á Yasmin." .....ég vona að Addi Fannar sé ekki að hætta á Yasmine!

Talandi um nöfn, sum nöfn eru ónýt. T.d. ef að ég héti Oddur, þá mundi ég seint skýra son minn Davíð. Það væri erfitt fyrir guttann á viðkvæmum aldri. Fyrir utan að honum væri sennilega ekki vel tekið í Bónus.

Nú ef ég héti Helgi, þá mundi ég ekki skýra son minn Ingvar.Hef ekkert á móti bílunum þeirra, þetta væri bara kjánalegt.  

Það væri hrikalegt að gera syni sínum það að skýra hann Annþór Kristján ef að maður héti Karl. Hann fengi eflaust símtöl um nætur og jafnvel heimsóknir.

Síðan gæti ég ekki undir nokkrum kringumstæðum skýrt son minn Steingrím, ef ég héti Njáll. Það væri einfaldlega rangt.

Þessi dæmi eru öll ólík, ekki ætla ég að setja Davíð Oddson í sama flokk og Annþór og Steingrím. En þið vonandi skiljið hvert ég er að fara.

Mannanöfn eru reyndar oft mjög skemmtileg, þrátt fyrir að sum nöfn séu bönnuð.

Síðan er líka bann við löglegum nöfnum sem eru sett "ólöglega" saman.

Ljótur Bolli, Ljótur Drengur, Eylífur Friður og Leoncie Prinsess of Iceland.

Við hjónin fórum hefðbundnar leiðir í nafnagjöf strákana okkar, annar er skýrður í höfuðið á móðurafa, hinn í höfuðið á föðurafa. Reyndar átti föður afinn fyrir fjóra nafna þar sem að ég er yngstur af 6 bræðrum, en við fundum lausn við því innan fjölskyldunnar, hann heitir Vilhjálmur Karl V (fimmti).

Eitt eigum við þó öll sameiginlegt, nöfnin okkar eru ekki okkur að kenna!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hvernig líst þér á Línus Gauti....... fallegt ekki satt ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 8.6.2007 kl. 07:31

2 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ævar Eiður - Mist Eik....... ég hefði auðvitað átt að skíra börnin mín þessum nöfnum......  Ég var bara eitthvað svo ekki með þetta á hreinu.

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 8.6.2007 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband