Kynjafræði 101..? Framhald (til dauðadags).

Ok, ég hef greinilega hitt á topic sem að fólk vill láta í ljós skoðanir sínar (kemur ekki á óvart reyndar).

Bara svo að ég sé að koma hreint fram, þá held ég að Herbert Spencer hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann kom fram með Survival of the fittest kenninguna sína.

Mín skoðun er sú að við erum öll einstaklingar og verðum að láta meta okkur sem slíka. Óháð kynferði. 

Auðvitað höfum við öll myndað okkur fyrirfram ákveðnar hugmyndir um flesta hluti, eins og "það er kalt á Grænlandi", "Skoda er drasl bíll" og "Mjólkurvörur eru allar hollar!". 

Ef að við kynnum okkur málið, þá kemur í ljós að á Suður Grænlandi er ekki kaldara en á Íslandi, Skoda eru ótrúlega vandaðir bílar miðað við sinn verðflokk og að í allt of mörgum mjólkurvörum er meiri sykur en góðu hófi gegnir.

Semsagt, öll og allir hljóta að hafa gerst sekir um það einhvern tímann að álíta einhver starfssvið henta körlum betur og önnur starfssvið  konum.

Ég skal byrja játninguna mína á þeim störfum sem að ég gef mér að henti meirihluta kvenna almennt betur en meirihluta karla:

- Ljósmæður, Dagmæður,  Starfsmannastjórn,  afgreiðslustörf og  leikskólakennarar.

*hver er samnefnarinn? Umönnun, 8 - 10 tíma vaktir og lálaun.

Störf sem að ég gef mér að henti meiri hluta karla almennt betur en meirihluta kvenna:

- sjómennska, blikksmíði, vélvirkjun, rafvirkjun og pípulagningar.

*hver er samnefnarinn? Líkamlegt erfiði,  mikil yfirvinna og hálaun.

Bæði kyn geta og hafa unnið öll þessi störf. En hvað? Af hverju er þessi kynjamunur í þessum störfum? Og umfram allt, af hverju er ekki verið að ræða um kynjakvóta í þessum starfsgreinum eins og verið er að ræða kynjakvóta í hátekju og "þægilegu" störfunum?

Stærra mál, af hverju erum við ekki að borga meira fyrir þau störf sem að snúa að því sem að okkur er kærast, börnunum okkar?!

Hvernig stendur á því að við erum til í að borga ungri konu 12 þúsund kall fyrir klippingu og hárlit, en fussum yfir því að þurfa að borga 24 þúsund krónur á mánuði fyrir gæslu og uppeldi á barninu okkar í leikskóla, sem er þar 20 daga í mánuði  og það 6-8 tíma í senn.

Stórar spurningar sem að kynin munu ræða áfram um ókomin ár.  Og það vonandi í bróðerni eða systerni (Þið megið velja).

 

 Herbert Spencer: http://en.wikipedia.org/wiki/Survival_of_the_fittest

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: MARKAÐSSETNING Á NETINU

Í nýrri stórri rannsókn á mæðrum í UK kom í ljós að career konan er varla til.  Þ.e.a.s. 80% af mæðrum eru ekkert að spá í starfsframanum sínum, heldur er það fjölskyldan, kjarna og stór-fjölskyldan sem skiptir öllu.

Það er staðreynd að í flestum tilfellum (amk sýna rannsóknir það) að það eru oftast konurnar sem eru heima með veik börn, mæta á fundi í skólanum o.s.frv.  Á sama tíma og rannsóknir sýna að við karlmenn erum yfirleitt mun career orienteraðari og setja vinnuna mun ofar á forgangslistann í lífinu en konur.

Þetta hefur ekkert að gera með það hvort þú sért með brjóst eða typpi, heldur eingöngu hvernig við forgangsröðum.  Flestir með brjóst setja félagslega þætti ofar (þurfa þess samt ekki, þetta er val) en flestir með typpi setja vinnuna ofar (eða til jafns..aftur þurfa þess ekki en meirihlutinn af einhverri ástæðu gerir það).

Ef þetta er raunin (er ekkert endilega á þessu sjálfur en þykir rökin áhugaverð) að þá er það mjög lógískt að fyrirtæki borgi karlmönnum hærri laun en konum í þessum 80% tilfella kvenna...því karlmennirnir eru einfaldlega tilbúnir að fórna sér meira fyrir starfið skv. þessu, ergo í flestum tilfellum verðmætari fyrir fyrirtæki.

Hitt er svo annað að öll laun stýrast af framboði og eftirspurn (að því gefnu að þau séu ekki heft af ríkinu).  Laun eru aldrei hærri en það sem þarf til þess að manna þær stöður sem manna þarf, óháð hvaða kynfæri sækja í stöðurnar.

Það skiptir engu hvað mér þykir sanngjörn laun eða ósanngjörn, af hverju ætti einhver að borga meira en þarf til að fá hæft fólk til að manna störfin?  Fólkið sem ræður sig í þessi störf með lág laun hlýtur meðvitað að kjósa að fara í þau frekar en einhver önnur störf.  Það er enginn neyddur til þess að verða fóstra svo ég viti.

Af hverju ættum við að þurfa borga meira fyrir mjólk en við gerum?  Nú eða bensín, klippingu, nudd eða hvað annað?

MARKAÐSSETNING Á NETINU, 21.6.2007 kl. 08:02

2 identicon

Áhugaverðar umræður um málefni sem aldrei fæst einhlít niðurstaða um en þarf samt alltaf að halda áfram að velta fyrir sér. Ég hygg að ástæða þess að kynjakvótar komi helst upp varðandi stjórnmál og stjórnir fyrirtækja séu ekki vegna þess að þetta eru "þægileg" störf, heldur fremur vegna þess að þetta eru störf sem fela í sér völd - og þarna eru ákvarðanir teknar. Það getur skipt máli þegar kemur að ákvarðantöku, sérstaklega hvað varðar samfélagsleg málefni, að það sé ekki of einsleitur hópur sem tekur slíkar ákvarðanir. Hér er því í raun ekki endilega verið að horfa til réttinda einstaklinga - heldur hvað er betra fyrir heildina. Þetta er það sem getur réttlæt tímabundna kvóta - til að leiðrétta samfélagslegar skekkjur - en svo þegar komið er niður í einstök dæmi er alltaf hættan á að einhverjir einstaklingir verði "fyrir barðinu" á slíkum kvótum (annað hvort með því að gengið er framhjá þeim vegna kyns - eða þeir sitja undir því að hafa verið ráðnir vegna kyns - fremur en vegna persónulegrar hæfni)

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband