Kenningin mín er rétt, við erum hand-íþróttafólk.

Fyrr í vikunni hélt ég því fram í blogginu að genetískt værum við íslendingar ekki fótboltamenn, heldur hand-íþróttamenn.  

Hér er talandi dæmi um árangur okkar í íþrótt þar sem hendur eru notaðar meira en fætur. Viti menn, við erum í 3ja sæti á Norðurlandamótinu í Bridge í opnum kvennaflokki.

FRÚ. Menntamálaráðherra, kynntu þér kenningu mína og setjum meira fjármagn í íþróttir þar sem að hendur eru notaðar meira en fætur. 

Reyndar er 3ja sætið á norðurlandamótinu líka 3ja neðsta sætið, nema að Færeyingar eigi fulltrúa, þá erum við fyrir ofan miðju og réttilega í 3ja sæti.

 Síðan styttist í leik Íslands og Serba í handbolta og sanniði til, við munum ekki tapa honum 5-0.

Og talandi um 5-0, miðað við gæði fótboltans nú á dögum og síðan á þeim tíma þegar við töpuðum fyrir Dönum 14-2, er 5-0 tap árið 2007, þá ekki verri útreið? Getum við ekki farið að hætta að tala um 14-2 leikinn og valið leik á þessari öld. Þ.e.a.s. 5-0 leikinn gegn Svíum þegar við viljum gera grín af sjálfum okkur?


mbl.is Ísland í 3. sæti í kvennaflokki á NM í brids
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Simmi V

Sæl Hjördís,

takk fyrri ábendinguna, hún er hér með nýtt og búið að leiðrétta þessi mistök. Ég er mjög meðvitaður um að þetta er ekki sami hluturinn. Takk fyrir að láta mig vita.

kv,

SimmiV 

Simmi V, 10.6.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband