Og hvað er málið með bílaflota ráðherra?

Ótrúlegt að blaðamenn sjái ástæðu til að gera úttekt á bílaflota Ráðherrana okkar.

Það er alltaf verið að bera Ísland við hinar og þessar þjóðir í hinum og þessum málum. Síðan er ekki haft fyrir því að skoða bílaflota ráðherra annarra landa í úttekt á þeim bílaflota sem hér á landi er.

Hvað haldið þið að margir Forsætisráðherrar aki um á óbrynvörðum bíl í heiminum? Hvað haldið þið að brynvarinn bíll kosti?

Síðan er ótrúleg umræða um að ráðherrar okkar þurfi ekki að hafa bílstjóra, heldur geti alveg ekið og lagt sínum bílum eins og við hin. Ég veit ekki með ykkur, en ég vinn í miðbæ Reykjavíkur og ef að ég hefði bílstjóra, þá væri vinnudagurinn minn ca. svona 1 klukkustund lengri í framkvæmdum.

Ég vona bara að Ráðherrar okkar fái nægilega mikla aðstoð í því sem þeir geta notið aðstoðar, og einbeiti sér að því sem að skiptir máli.

Sumir blaðamenn ættu að leggja aðeins meiri vinnu í greinarnar sínar, fyrir utan að stundum er í lagi að taka jákvæða "vinkilinn" á hlutina. Eins og þessi grein sem að ég sá um daginn. Það hefði verið hægt að fjalla um hvað okkar Ráðherrar á Íslandi væru ódýrari í rekstri en þeir á Norðurlöndunum eða í Frakklandi.

Síðan er alveg efni í heila grein í að tala um hvað öll pólitísk umræða á landinu er neikvæð. Það er eins og góðu málin og árangurinn sem að stjórnmálamenn ná (óháð flokkum) sé bara ekki frétt. Það er eins og fréttamenn séu alltaf að leita uppi það sem ekki er nægilega gott. Já, alveg rétt. Fréttamenn eru í raun ekki fréttamenn lengur, þeir eru 4-valdið og eiga að veita stjórn landsins aðhald í einu og öllu. Ég er sammála því að fréttamenn eiga að veita aðhald, en þeir verða að gera sér líka grein fyrir því að þeir hafa líka áhrif á ánægju og óánægju í samfélaginu.

Ekki öfunda ég ráðherra með 900 þús. á mánuði sem að ekur um á lánsbíl fyrir 9 milljónir og þarf í staðinn að vera undir stöðugu nálarauga pirraðra blaðamanna.

Ímynd blaðamanna er ekki nægilega góð, því þessi stétt þarf að njóta virðingar og trausts. Það eru alltof neikvæðar kannanir að koma inn gagnvart blaðamönnum og trúverðugleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmm.. landbúnaðarráðherra ætti að keyra um á traktor.. umhverfismálaráðherra á hjóli... nei segi svona ;)

Annars mætti alveg fækka þessum þingmönnum og hækka launin til þess að laða að meira hæfileika fólk.

DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband