Á Ísland ríkustu róna í heimi?

Róni í útlöndumÉg átti leið niður í miðbæ á laugardagsmorguninn. Ætli klukkan hafi ekki verið 10.34.

Það sem kom mér á óvart við þessa sérstöku kaupsstaðarferð var allur þessi fjöldi af rónum sem að ráfuðu einir um strætin. Ég þykist hafa dómgreind til að greina á milli róna og manna sem að sofnuðu óvart í röngu húsi.

Það sem vakti athygli mína, var að þeir voru allir að garfa í GSM símunum sínum!! Einn var augljóslega að reyna að senda SMS, annar var að reyna að hringja og sá þriðji var að taka mynd af félaga sínum. 

Ég fór að pæla, hvernig róna eigum við Íslendingar eiginlega. Maður verður ekki var við þá á götunni að betla pening fyrir mat. Maður sér þá aðallega inná knæpum að sötra bjór á miðjum degi í miðri viku og síðan svona ráfandi með GMS símana sína á morgnanna um helgar.

Eitthvað hlýtur þessi rándýri lífstíll að kosta? Ekki trúi ég því að rónar séu með sérkjör á barnum eða fríðindakort í ÁTVR. Þeir hljóta að vera borga það sama og ég á þessum stöðum. Hvernig eiga þeir efni á því að vera sötra bjór á knæpum alla daga? 500-600 kall bjórinn.

Ekki nóg með það, þeir eru greinilega allir með GSM og þar sem þeir endast greinilega mun lengur en við meðalmennirnir þá er líklegt að þeir noti GSM símann meira. 

Ég veit ekki með ykkur, en ég hef hvergi annarsstaðar séð róna með GSM síma en á Íslandi. 

Efnahagsástandið á Íslandi er greinilega í góðum málum. Ísland er besta land í heimi.

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Rónarnir í New York voru allir með IPod... lágu út um allt að fíla tónlistina í botn.

Eva Þorsteinsdóttir, 11.6.2007 kl. 06:31

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Nei... enda virðast þeir vera framar í röðinni en margur annar. Mönnum er t.a.m. sérlega í mun að koma þeim  í skjól sbr. baneitrað hitamál á Njálsgötu. En ég hef ekki orðið vör við þessa 'nýtísku' tegund af rónum á mínum ferðalögum og er algjörlega án þjálfunnar í þessum efnum þegar ég er í útlandinu. Ég get þess vegna yfirleitt ekkert verslað því ég kann hvorki að segja nei né skera við nögl við þessa 'atvinnu' róna útlandsins

Ísland..... best í heimi!!! 

Aðalheiður Ámundadóttir, 12.6.2007 kl. 01:37

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Allar betri stórborgir hafa róna og Reykjavíkurborg vill nú ekki vera eftirbátur annarra. Ég hallast sífellt meira að þeirri skoðun að rónar séu með þjónustusamning við Reykjavíkurborg. Það er eitthvað gruggugt hér á seyði a.m.k.

Laufey Ólafsdóttir, 13.6.2007 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband