Ein lítil hugmynd breytir öllu.

Ég hef velt því fyrir mér hver sé lykillinn að velgengni. Allsstaðar í kringum okkur eru fréttir af fólki eða fyrirtækjum sem eru að gera það gott. FL Group, Bakkavör, Eiður Smári, Magni, Sigurrós og svona gæti ég haldið áfram. Hvað með mig, eða þig? Við getum gert svona hluti. Það er það skemmtilega við þetta líf. Það eina sem að þarf er Hugmynd. Bakkavarabræður fengu hugmynd um að pakka tilbúnum ferskum mat til að selja í “hraðbúðum”. Þeir voru eflaust bara eins og við hin, vinnandi frá átta til fimm. Þeir fóru í búðir og keyptu tilbúna frosna rétti. Uppgötuðu síðan að það voru ekki til ferskir pakkaðir réttir. A-ha! Viti menn, 20 árum síðar eru þeir með 43 verksmiðjur í 7 löndum, 16 þúsund starfsmenn og velta 1 billjón sterlingspunda, eða c.a. 140 miljörðum króna. Góð hugmynd. Magni, hann ákvað að slá til og taka þátt í Supernova. Hann hefði alveg geta litið “stórt” á sig eins og sumir sveitaballa-popparar hér á landi og fundist það fyrir neðan virðingu sína að taka þátt í raunveruleikasjónvarpsþætti. Hann lagði sig fram, hafði trú á sér og hugmyndinni um að fara eins langt og hann gæti. 6 mánuðum síðar er hann óskabarn þjóðarinnar og með tilboð úr öllum áttum um að gera það sem honum þykir skemmtilegast, að flytja tónlist. Góð hugmynd. Ég er með eina hugmynd, húðlitaða plástra fyrir dökka húð. Nafnið á þeim gæti verið “Black-Band-aid”. Salan á þessum plástrum væri aðallega í Afríku og í Ameríku. Ég fékk þessa hugmynd í Boston fyrir nokkrum árum þegar dökkur maður kom gangandi á móti mér með húðlitaðan plástur, fyrir hvítt hörund, á enninu. Gallinn við þetta hjá mér er sá að ég hef ekki hugmynd um hvert ég á að snúa mér með þessa hugmynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Velkominn í bloggheima. Hlakka til að lesa bloggið þitt í framtíðinni.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband