Svíar eru að fagna sigri á okkur síðar í dag!

Svíar að fagna sigri á okkur síðar í dag!

Ekki koma Svíar á óvart frekar en fyrri daginn. Þeir eru semsé búnir að vinna okkur samkvæmt blöðunum þar úti.

Þeir tala um að Ísland muni liggja í vörn og eru ekki að tala um hvort þeir vinni, heldur hversu oft þeir ná í gegnum vörnina.

 http://www.gt.se/sport/fotboll/1.710594

Ég bjó í Svíþjóð í 3 ár, frá 90-93. Þá þótti mér það mjög fínt. Þetta voru jú unglingsárin og þá er maður oft í andstöðu við almenn og rökrétt viðmið um hvað sé í lagi og hvað ekki.

Sem betur fer þroskaðist ég og í dag þoli ég Svía varla. Sérstaklega ekki þessa sem maður rekst á í útlöndum.

Við skulum vona að sigurvonir Svía verði brotnar á bak aftur eins og okkar vonir í hvert skipti sem að við sendum okkar besta fólk í Eurovision.

Ég vona innilega að Íslendingar vinni leikinn í dag, en ég spái samt Svíum 4-1 sigur. Maður sleppir ekki opinberu tækifæri á að reynast sannspár.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband