6.6.2007 | 01:56
Ok, Internetið er ekki Bóla sem virðist ætla að springa.
Þetta er mögnuð tilfinning.
Ég er að blogga. Nú veit ég að allir sem þekkja mig munu reka upp stór augu.
Árið 1993, þá var "Opin Vika" í ME (Menntaskólanum á Egilsstöðum) og ein kennslustofan var tóm. Á hurðinni var skilti sem á stóð: "INTERNETIÐ- framtíðin?". "Bóla sem springur!"hugsaði ég með mér og fór beint inná leirnámskeið. Síðan þá hef ég ekki unnið með leir.
Þið sem hafið áhuga á leirgerð getið kynnt ykkur málið hér: http://www.lokattakeramik.se/
Annars er ég ennþá að velta fyrir mér hvaða erindi ég á í bloggið. Mér finnst ég bara knúinn til að byrja blogga og það eru nokkrir þættir sem knýja mig áfram.
a) þetta er víst rosalega flott í dag að vera með blogg síðu. Ég hef alltaf reynt að vera flottur.
b) ég er "has been" og á blogg svæðum landsins er varla þverfótað fyrir þeim, þannig að ég á heima hér.
c) ég hef þörf fyrir að prófa nýja hluti og bloggið er nýtt fyrir mér.
d) golfið er áhugamál sem ég stunda á golfvelli, ég nenni ekki að lesa blöð um það.
e) simmi er víst mjög gott nafn til að blogga með, og það er víst ekki í notkun eins og stendur.
Talandi um "Has been", vissuð þið að William Shatner er tónlistarmaður! http://en.wikipedia.org/wiki/Has_Been
Ekki veit ég hvort að mitt fyrsta blogg verði notað í sögubókum framtíðar, en þetta er stórt skref að stíga.
Athugasemdir
Til hamingju með skrefið.... megir þú eiga mörg slík um ókomna framtíð ;)
Eva Þorsteinsdóttir, 6.6.2007 kl. 02:10
Mér fannst gaman að lesa "Baksíðis" eftir þig í Austurglugganum Það var ágætis blogg. Þetta er svona eins og að fá frítt í bekkinn hjá sálfræðingi...svona sáuhjálparatriði að blása nokkrum sinnum í viku.
Bið að heilsa Bryndísi frænku
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.6.2007 kl. 02:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.